Auglýsing um niðurstöðu sveitarstjórnar Borgarbyggðar vegna skipulags

Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti þann 13.03.2025 eftirfarandi tillögu samkvæmt 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010:
Deiliskipulag frístundabyggðar í Eskiholtsskógi
Deiliskipulagið tekur til 66,4 ha svæðis innan frístundabyggðar F37. Þar eru fyrirhugaðar 43 frístundalóðir og 5 íbúðalóðir. Aðkoma að svæðinu er af Hringvegi (1) og um Laxholtsveg (5307).
Tillaga að deiliskipulagi Eskiholtsskógar var auglýst frá 16.10.2024 – 27.11.2024.
Athugasemdir bárust frá umsagnaraðilum og var brugðist við þeim.
Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillöguna og niðurstöðu sveitarstjórnar geta snúið sér til umhverfis- og skipulagssviðs Borgarbyggðar, Digranesgötu 2, Borgarnesi.
Vakin er athygli á málskotsrétti samkvæmt 52. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og lögum um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála nr. 130/2011 en þar kemur fram að stjórnvaldsákvarðanir má kæra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.
Þeir einir geta kært stjórnvaldsákvarðanir sem eiga lögvarða hagsmuni tengda þeirri ákvörðun sem kæra á. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu skipulagsáætlana í B-deild Stjórnartíðinda.
Skipulagsfulltrúi Borgarbyggðar
Borgarbyggð, 27. mars, 2025.